sun 18.ágú 2019
Þýskaland: Stórsigur RB Leipzig - Sandra María lék í tapi
RB Leipzig byrjar tímabilið á 4-0 sigri.
Sandra María Jessen og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Mirko Kappes

Það voru tveir leikir í þýsku úrvalsdeildinni í dag er 1. umferð deildarinnar kláraðist.

RB Leipzig skellti sér í annað sæti deildarinnar með stórsigri gegn nýliðum Union Berlín á útivelli. Marcel Halstenberg skoraði fyrsta markið á 16. mínútu og skoraði nafni hans, Marcel Sabitzer annað mark fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleiknum bættu Timo Werner og Christopher Nkunku við mörkum og lokatölur 4-0.

RB Leipzig er í öðru sæti á markatölu, en Dortmund vann 5-1 sigur gegn Augsburg í 1. umferð.

Í hinum leik dagsins vann Eintracht Frankfurt 1-0 sigur gegn Hoffenheim. Eina mark leiksins skoraði Martin Hinteregger eftir 36 sekúndur.

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Hoffenheim
1-0 Martin Hinteregger ('1 )

Union Berlin 0 - 4 RB Leipzig
0-1 Marcel Halstenberg ('16 )
0-2 Marcel Sabitzer ('31 )
0-3 Timo Werner ('42 )
0-4 Christopher Nkunku ('69 )

Sandra María spilaði í tapi
Úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi er einnig farin af stað og þar kláraðist 1. umferðin í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg byrjuðu tímabilið á sigri gegn SC Sand.

Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem er ríkjandi Þýskalandsmeistari.

Sandra María Jessen lék þá fyrri hálfleikinn í 3-1 tapi Bayer Leverkusen gegn SGS Essen. Leverkusen var tveimur stigum frá því að falla á síðasta tímabili.