fös 23.ágú 2019
Aron Elís spáir í 18. umferðina í Pepsi Max
Aron Elís Þrándarson.
Aron spáir jafntefli hjá FH og Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Edda Sif Pálsdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild karla.

18. umferðin er framundan og Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasund, spáir í leikina.ÍA 2 - 1 ÍBV (16:00 á morgun)
ÍA komnir í panicmode, galið að bekkja Tryggva og Viktor í siðustu umferð svo ég reikna með að þeir byrji báðir þennan leik. Viktor skorar tvennu, Gary hleypur 12,5km og skorar mark ÍBV. Kæmi mér samt alls ekki á óvart ef að IBV tæki stig.

KA 1 - 1 KR (16:00 á sunnudag)
KA þurfa stig og eru sterkir heima, KR búnir að loka titlinum svo ágætis úrslit fyrir bæði lið. Grímsi skorar úr aukaspyrnu en Pálmi skorar með skalla fyrir KR.

FH 2 - 2 Breiðablik (18:15 á sunnudag)
FH komnir á run og líta miklu betur út en þeir gerðu. Fínt fyrir Blika að ná í stig í Krikanum. Mikkelsen með bæði mörk Blika, Lennon og Björn Daniel skora fyrir FH.

Víkingur R. 3 - 0 Grindavík (19:15 á sunnudag)
Must win fyrir Vikes og eru alltaf að fara loka þessum leik á teppinu í Fossvoginum.

Valur 2 - 2 Stjarnan (19:15 á mánudaginn)
Valur kemst í 2-0 en eins og vanalega chokea þeir því niður og missa leikinn í jafntefli.

Fylkir 2 - 1 HK (19:15 á mánudaginn)
Fylkir þurfa að vinna, lookuðu ágætlega á móti FH í Krikanum og ég held þeir nái í sigur. Ragnar Bragi maður leiksins.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (4 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)