sun 25.ágú 2019
Ísland í dag - KR nálgast titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Ţađ er nóg um ađ vera í Pepsi Max-deildunum í dag og verđa ţrír leikir sýndir beint á Stöđ 2 Sport og Sport 3.

Dagurinn byrjar í Reykjanesbć ţar sem Keflavík tekur á móti KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna. Keflavík er í fallsćti ţegar fjórar umferđir eru eftir, ţremur stigum eftir KR. Leikurinn verđur sýndur beint.

Toppliđ Vals heimsćkir Fylki á meađn Breiđablik, sem er í öđru sćti, fćr Stjörnuna í heimsókn.

Ţór/KA og Selfoss mćtast í baráttunni um ţriđja sćtiđ og ţá eigast ÍBV og HK/Víkingur viđ í fallbaráttunni. Spennandi umferđ í dag.

Fyrsti leikur dagsins í efstu deild karla fer fram á Akureyri. KA tekur á móti toppliđi KR sem setur ađra höndina á titilinn međ sigri.

FH tekur svo á móti Breiđablik í stórleik. Liđin eru ađ berjast um annađ sćtiđ og ţurfa bćđi sigur í kvöld til ađ eiga möguleika á ađ ná toppsćtinu af KR á lokasprettinum.

Síđasti leikur kvöldsins er svo fallbaráttuslagur Víkings R. og Grindavíkur.

Ţá fara fimm leikir fram í 2. deild karla ţar sem hart er barist um öll sćti. Toppbaráttan er gífurlega spennandi og mćtast fjögur efstu liđin í dag.

Selfoss getur komiđ sér aftur inn í titilbaráttuna međ sigri gegn Leikni F. á međan Vestri og Víđir mćtast einnig.

KFG er búiđ ađ tapa fjórum leikjum í röđ og er í mikilli fallhćttu. Liđiđ ţarf sigur á útivelli gegn Völsungi til ađ vera ekki skiliđ eftir í fallsćti.

Dalvík/Reynir getur ţá ennţá reynt ađ blanda sér í toppbaráttuna og ţarf sigur gegn fallbaráttuliđi Kára.

Pepsi Max-deild karla
16:00 KA-KR (Greifavöllurinn - Stöđ 2 Sport)
18:15 FH-Breiđablik (Kaplakrikavöllur - Stöđ 2 Sport)
19:15 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)

Pepsi Max-deild kvenna
14:00 Ţór/KA-Selfoss (Ţórsvöllur)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
14:00 Breiđablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-KR (Nettóvöllurinn - Stöđ 2 Sport 3)
14:00 ÍBV-HK/Víkingur (Hásteinsvöllur)

2. deild karla
13:00 Fjarđabyggđ-ÍR (Fjarđabyggđarhöllin)
14:00 Vestri-Víđir (Olísvöllurinn)
14:00 Selfoss-Leiknir F. (JÁVERK-völlurinn)
15:00 Dalvík/Reynir-Kári (Dalvíkurvöllur)
16:00 Völsungur-KFG (Húsavíkurvöllur)