sun 25.ágú 2019
Byrjunarlið Víkings og Grindavíkur: Sölvi og Rodrigo snúa aftur
Sölvi var borgaralega klæddur í síðasta leik þegar hann tók út leikbann en kemur inn aftur núna og ber fyrirliðabandið.
Rodrigo kemur aftur í lið Grindavíkur eftir leikbann í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur og Grindavík mætast klukkan 19:15 í 18. umferð Pepsi Max-deild karla. Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér að neðan.

Víkingar töpuðu 1-0 gegn KR í síðustu umferð og frá þeim leik kemur Sölvi Geir Ottesen aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann og auk hans kemur Atli Hrafn Andrason inn í liðið. Guðmundur Andri Tryggvason tekur út leikbann í dag og Kwae Quee fer á bekkinn. Nikolaj Hansen er enn á meiðslalistanum.

Grindavík gerði 1 - 1 jafntefli við HK á heimavelli sínum í síðustu umferð. Rodrigo Mateo kemur aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn HK og Sigurjón Rúnarsson byrjar einnig en þeir Aron Jóhannsson og Hermann Ágúst Björnsson setjast á bekkinn.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Víkings:
1. Þórður Ingason (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Ottesen (f)
9. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
20. Júlíus Magnússon
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Kári Árnason
77. Atli Hrafn Andrason

Byrjunarlið Grindavíkur:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland
14. Diego Diz
18. Stefan Alexander Ljubicic
21. Marinó Axel Helgason
22. Primo
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Josip Zeba

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum