sun 25.ágú 2019
Tólf leikja sigurganga Liverpool nýtt met
Liverpool vann þægilegan 3-1 sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool byrjar þetta tímabil á þremur sigrum af þremur mögulegum í deildinni.

Lærisveinar Jurgen Klopp hafa núna unnið 12 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er það nýtt met hjá félaginu frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar 1992.

Liverpool endaði einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en félagið hefur ekki orðið Englandsmeistari frá 1990. Er þetta loksins árið?