lau 14.sep 2019
Noregur: Aron Elís gerði jöfnunarmarkið á 90. mínútu
Kongsvinger 1 - 1 Ålesund
1-0 Shuaibu Ibrahim ('75)
1-1 Aron Elís Þrándarson ('90)

Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn er Íslendingalið Álasundar gerði jafntefli við Kongsvinger í toppbaráttu norsku B-deildarinnar.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum á 72. mínútu, aðeins þremur mínútum áður en Shuaibu Ibrahim kom heimamönnum yfir.

Aron Elís Þrándarson jafnaði leikinn á 90. mínútu og þar við sat.

Álasund hafði unnið níu deildarleiki í röð fyrir daginn í dag og er liðið með átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir.