sun 15.sep 2019
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Meistaratitill í húfi
Hildur kemur í byrjunarlið Blika.
Það er sannkallaður stórleikur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15.

Segja má að þessi leikur sé úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leikinn er Valur með tveimur stigum meira en Breiðablik. Vinni Valur í kvöld eru þær orðnar Íslandsmeistarar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Breiðablik gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum á Sparta Prag í Meistaradeildinni í síðustu viku. Fjolla Shala fer á bekkinn og inn í hennar stað kemur Hildur Antonsdóttir.

Valur byrjar með sama lið og byrjaði í 4-0 sigri gegn ÍBV fyrir viku síðan.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Byrjunarlið Vals:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir