fös 20.sep 2019
Hjörvar Hafliđa spáir í lokaumferđina í Inkasso
Hjörvar Hafliđason spáir í lokaumferđina.
Ţađ mun mikiđ mćđa á Rafael Victor á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Fer Óskar Hrafn upp međ Gróttu á laugardaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Ţađ ríkir mikil spenna og eftirvćnting fyrir lokaumferđinni í Inkasso-deild karla sem fram fer á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram á sama tíma og hefjast ţeir klukkan 14:00.

Fjölnir tryggđi sér sćti upp í Pepsi Max-deildina í síđustu umferđ en Grótta og Leiknir R. berjast um hitt lausa sćtiđ í Pepsi Max-deildinni. Grótta stendur vel ađ vígi fyrir lokaumferđina og nćgir jafntefli gegn Haukum til ađ tryggja sér sćti í deild ţeirra bestu.

Fallbaráttan er ekki síđur minna spennandi. Njarđvík féll í síđustu umferđ en enn eru fjögur liđ sem geta fylgt Njarđvíkingum niđur um deild. Ţróttur er í fallsćti fyrir umferđina en ţeir mćta Aftureldingu sem einnig eru í fallbaráttu. Ţá eru Magni og Haukar einnig í mikilli hćttu á ađ falla.

Hjörvar Hafliđason ţáttastjórnandi hlađvarpsţáttarins, Dr. Football ćtlar ađ spá í leikina í lokaumferđinni en Björn Berg Bryde varnarmađur HK spáđi í síđustu umferđ og var međ einn leik réttan.

Ţróttur R. 1 - 1 Afturelding (14:00 á morgun)
Ţetta endar međ jafntefli. Rafael Victor setur hann snemma fyrir Ţróttara en Andri Freyr Jónasson jafnar fyrir Aftureldingu seint í leiknum. Bćđi liđ tryggja sér ţar međ sćti í deildinni.

Ţór 1 - 2 Magni (14:00 á morgun)
Magnađir Magnamenn bjarga sér međ sigri í Ţorpinu.

Grótta 2 - 0 Haukar (14:00 á morgun)
Ţetta er erfiđasti leikur sögunnar til ađ tippa á. Óskar Hrafn er vinur minn og ég vona ađ hann vinni. Ţađ er engin lógík á bakviđ ţetta, ţetta verđur svo skrítinn leikur ađ ţađ hálfa vćri nóg. Ţar sem spái ég ţví ađ Grótta fari upp í Pepsi Max og Haukar falli í 2. deildina.

Leiknir R. 3 - 1 Fram (14:00 á morgun)
Ţetta endar međ 3-1 sigri Leiknis. Sólon Breki ţakkar traustiđ og setur ţrennu.

Keflavík 1 - 2 Fjölnir (14:00 á morgun)
Fjölnismenn taka viđ titlinum eftir 2-1 sigur í Keflavík. Jón Gísli Ström setur bćđi mörkin og tileinkar mörkin Samsung fjölskyldunni.

Víkingur Ó. 4 - 1 Njarđvík (14:00 á morgun)
Bílaútsalan gefst aldrei upp. Ef ég ţekki mína menn rétt í Bílaútsölunni ţá verđa ţeir farnir ađ syngja og tralla klukkutíma fyrir leik í Ólafsvík. Ţrátt fyrir ţađ ađ ţeir verđi í banastuđi í stúkunni ţá verđa ţeir ađ sćtta sig viđ tap gegn Ejub og félögum.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Ţór Ţórđarson (5 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (3 réttir)
Sindri Snćr Magnússon (3 réttir)
Sigurđur Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (2 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Björn Berg Bryde (1 réttur)
Damir Muminovic (1 réttur)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Ţór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Ţorsteinsson (1 réttur)
Hörđur Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíđ Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)