fim 19.sep 2019
[email protected]
Kante æfði fyrir Liverpool leikinn - Mount ekki
 |
N'Golo Kante. |
Chelsea fékk góðar fréttir í dag en miðjumaðurinn N'Golo Kante æfði þá með liðinu á nýjan leik.
Kante hefur verið frá keppni síðan í 1-1 jafntefli gegn Leicester í ágúst.
Kante er hins vegar byrjaður að æfa á ný og gæti náð leiknum gegn toppliði Liverpool á sunnudag.
Miðjujmaðurinn Mason Mount var hins vegar fjarri góðu gamni á æfingu í dag en hann meiddist gegn Valencia í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.
|