fim 19.sep 2019
Góđar fréttir fyrir Arnar Grétars - Gjaldţrotiđ fellt niđur
Arnar Grétarsson.
Belgíska B-deildarfélagiđ Roeselare er ekki lengur skráđ gjaldţrota. Dómstóll tók máliđ fyrir í dag og felldi gjaldţrotsdóminn frá ţví í síđustu viku niđur.

Eigendur félagsins ţurfa ţó ađ borga allan málskostnađ ţar sem stjórnarhćttir ţess ţóttu óábyrgir.

Arnar Grétarsson ţjálfar liđiđ en leikur liđsins um síđustu helgi var dćmdur tapađur 5-0.

Roeselare heimsćkir Lokeren á morgun og sá leikur fer fram samkvćmt áćtlun. Liđiđ er í harđri fallbaráttu međ tvö stig eftir sex umferđir í belgísku B-deildinni.

Roeselare var dćmt gjaldţrota eftir ađ eigandi veitingastađar fór í mál viđ félagiđ vegna skulda. Ţegar máliđ var tekiđ fyrir mćtti enginn fulltrúi frá Roeselare.

Eftir dóminn kom yfirlýsing frá félaginu ţar sem fyrrum stjórn ţess var kennt um og sagt ađ núverandi stjórnarmenn hefđu ekki vitađ af ţessum skuldum. Sagt var ađ búiđ vćri ađ standa viđ allar skuldbindingar og fjárhagsmálin komin í góđan farveg.

Máliđ var tekiđ fyrir í dag og gjaldţrotsdómurinn afturkallađur.