fös 20.sep 2019
Ísland um helgina - Titilbarátta í Pepsi Max-kvenna - Fer Grótta upp?
Valur mćtir Keflavík og getur unniđ Pepsi Max-deildina
Grótta getur tryggt sćti sitt í Pepsi Max-deild karla
Mynd: Fótbolti.net - Sćvar Geir Sigurjónsson

Ţađ er risastór helgi framundan í íslenska boltanum en lokaumferđin í Pepsi Max-kvenna fer fram ţar sem Íslandsmeistaratitill fer á loft á Hlíđarenda eđa í Árbćnum. Grótta er ţá í dauđafćri á ađ komast upp í Pepsi Max-deild karla.

FH í Evrópukeppni? - Grindavík berst fyrir lífi sínu

Í Pepsi Max-deild karla er mesta spennan um síđasta Evrópusćtiđ og ţá er Grindavík ađ berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

KR og FH eigast viđ í hörkuleik á Meistaravöllum á sunnudag á međan Grindavík mćtir Val. Grindavík ţarf ađ vinna til ţess ađ eiga möguleika á ađ halda sér uppi en liđiđ er í 11. sćti međ 19 stig, sex stigum á eftir Val, Víking og KA.

Grótta í dauđafćri - Hvađa liđ fellur međ Njarđvík?

Ţađ er svakaleg lokaumferđ framundan í Inkasso-deild karla en Fjölnir er ţegar búiđ ađ tryggja sćti sitt í Pepsi Max-deildinni en nú er baráttan á milli Gróttu og Leiknis um ađ komast upp.

Grótta er í 2. sćti međ 40 stig en Leiknir R. í 3 sćti međ 37 stig en Grótta er međ +10 í markatölu og Leiknir R. +8. Grótta mćtir Haukum en Leiknir spilar viđ Fram.

Botnbaráttan er ţá gríđarlega spennandi en fjögur liđ eiga á hćttu í ađ falla. Haukar, Afturelding og Magni eru öll međ 22 stig en í nćst neđsta sćti er Ţróttur R. međ 21 stig.

Magni náđi á síđasta ári ađ halda sér uppi međ ađ vinna ÍR í lokaleik umferđarinnar og er í svipuđum málum núna en liđiđ mćtir Ţór á Akureyri. Ţróttur á erfitt verkefni gegn Aftureldingu sem vann Gróttu á dögunum.

Leiknir F, Vestri og Selfoss vilja öll upp í Inkasso

Baráttan um 2. deildina er dramatísk. Leiknir F. vann Vestra í síđustu umferđ og kom sér í bílstjórasćtiđ um titilinn en ţrjú liđ berjast um ađ komast upp.

Leiknir F. er í 1. sćti međ 43 stig, Vestri međ 42 stig í 2. sćti og Selfoss í 3. sćti međ 41 stig. Selfoss heimsćkir Kára á Akranes, Vestri spilar heima gegn botnliđi Tindastóls og ţá er nágrannaslagur milli Leiknis og Fjarđabyggđar.

Titilbarátta í Pepsi Max - Hvađa liđ fer upp međ Ţrótti

Í Pepsi Max-deild kvenna er dćmiđ fremur einfalt. Keflavík og HK/Víkingur eru fallin og nú er ţađ baráttan um Íslandsmeistaratitilinn.

Valur er í efsta sćti deildarinnar međ 47 stig, tveimur stigum meira en Breiđablik. Valur mćtir Keflavík á Origo-vellinum á laugardag á međan Breiđablik fer í Árbćinn og mćtir ţar Fylki.

Í Inkasso-deildinni er Ţróttur R. komiđ upp í Pepsi Max en liđiđ er međ 42 stig og búiđ ađ vinna deildina. Ţađ er hins vegar annađ sćtiđ sem er í bođi fyrir ţrjú liđ FH, Tindastól eđa Hauka.

FH er í 2. sćti međ 36 stig, tveimur stigum á undan Tindastól sem er í 3. sćtinu og ţá eru Haukar í 4. sćti međ 33 stig. FH er međ bestu markatöluna eđa +23 á međan Tindastóll er međ +11 og Haukar +13.

FH mćtir Aftureldingu í Mosfellsbć en Tindastóll á heimaleik gegn ÍA. Haukar spila gegn ÍR.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 20. september

Pepsi-Max deild kvenna
19:00 HK/Víkingur-Ţór/KA (Kórinn)

3. deild karla
16:30 Einherji-KF (Vopnafjarđarvöllur)

Inkasso deild kvenna
19:15 Afturelding-FH (Varmárvöllur - gervigras)
19:15 Haukar-ÍR (Ásvellir)
19:15 Tindastóll-ÍA (Sauđárkróksvöllur)
19:15 Augnablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
19:15 Ţróttur R.-Grindavík (Eimskipsvöllurinn)

laugardagur 21. september

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Valur-Keflavík (Origo völlurinn)
14:00 Fylkir-Breiđablik (Würth völlurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)
14:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Ţróttur R.-Afturelding (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Njarđvík (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Haukar (Vivaldivöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Fram (Leiknisvöllur)
14:00 Ţór-Magni (Ţórsvöllur)

2. deild karla
14:00 Völsungur-Ţróttur V. (Húsavíkurvöllur)
14:00 ÍR-KFG (Hertz völlurinn)
14:00 Víđir-Dalvík/Reynir (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Kári-Selfoss (Akraneshöllin)
14:00 Fjarđabyggđ-Leiknir F. (Eskjuvöllur)
14:00 Vestri-Tindastóll (Olísvöllurinn)

3. deild karla
14:00 Álftanes-Augnablik (Bessastađavöllur)
14:00 Kórdrengir-KV (Framvöllur)
14:00 Vćngir Júpiters-Sindri (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Reynir S.-Skallagrímur (Europcarvöllurinn)
14:00 Höttur/Huginn-KH (Vilhjálmsvöllur)

sunnudagur 22. september

Pepsi Max-deild karla
14:00 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
14:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
14:00 Grindavík-Valur (Mustad völlurinn)
14:00 HK-ÍA (Kórinn)
14:00 KR-FH (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-Breiđablik (Hásteinsvöllur)