lau 21.sep 2019
Mark Tottenham dæmt af vegna rangstöðu
Leicester hafði betur gegn Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Útkoman hefði þó hæglega getað verið allt önnur ef ekki vegna myndbandstækninnar.

Staðan var 0-1 fyrir Tottenham og hefði Serge Aurier tvöfaldað forystuna en eftir nánari athugun var mark hans dæmt af vegna rangstöðu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá muninn á Heung-min Son, sem var dæmdur rangstæður, og aftasta varnarmanni Leicester. Dæmi hver fyrir sig.