lau 21.sep 2019
Ejub Purisevic: Ég ętla ekki aš gefa neitt upp
Ejub Purisevic, žjįlfari Vķkings Ólafsvķkur stżrši lišinu til sigurs ķ dag ķ lokaumferš Inkasso-deildarinnar. Lišiš endaši deildina ķ 4 sętinu en stóra spurningin er hvaš gerir Ejub nęst?

"Mér fannst við vera frábærir í fyrri hálfleik og það verður alltaf auðvelt að spila þegar maður er búinn að skora. Við skoruðum 3 frábær mörk og áttum rosalega margar flottar sóknir"

Víkingar voru 3-0 yfir í hálfleik eftir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum framanaf en það var ekki alveg sama sagan í byrjun seinni hálfleiksins. Liðið fékk 2 mörk á sig á fyrstu 10 mínútum hálfleiksins

"Við byrjuðum seinni hálfleikinn kæruleysislega og eftir fyrsta markið kom svona smá skjálfti og við fengum annað mark á okkur en ég verð að hrósa mínum leikmönnum að ná að yfirstíga það og koma til baka og ná 4 markinu."

Mikið hefur verið talað um framtíð Ejub undanfarnar vikur en hann er sterklega orðaður við stjórnarstöðuna hjá Fylki.

"Þú þekkir mig nógu vel til að vita að ég er aldrei að fara gefa neitt upp í fjölmiðlum. Ég skulda fólki hérna á svæðinu það að gefa það út persónulega"

Viðtalið má sjá í heild sinni hérna fyrir ofan