lau 21.sep 2019
Hólmfríður Magnúsdóttir áfram á Selfossi næsta sumar
Hólmfríður Magnúsdóttir verður áfram á Selfossi næsta sumar eftir gott fyrsta tímabil með félaginu.

Þetta kom fram í ræðu Jóns Steindórs Sveinssonar, formanns knattspyrnudeildar Selfoss, á lokahófi félagsins rétt í þessu.

Hólmfríður lék lykilhlutverk er Selfoss kom á óvart og náði þriðja sæti í Pepsi Max-deildinni og vann Mjólkurbikarinn.

Hún er gríðarlega leikreynd og er önnur íslenska konan til að ná þeim áfanga að spila 300 deildaleiki á ferlinum.

Hólmfríður er þá næstmarkahæst í sögu íslenska landsliðsins með 37 mörk í 112 leikjum.

Hún átti 35 ára afmæli í gær og mögulegt að hún nái að slá met Katrínar Jónsdóttur sem lék 336 deildaleiki á ferlinum.