sun 06.okt 2019
[email protected]
Ramos ætlar að spila til fertugs
 |
Sergio Ramos. |
Hinn 33 ára gamli varnarmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, Sergio Ramos virðist ekkert vera hugsa um að hætta í fótboltanum á næstunni ef eitthvað er að marka orð spænska landsliðsþjálfarans Robert Moreno.
„Allt sem hann gerir fyrir hópinn er frábært, hann leggur sitt af mörkum í líkamsræktinni, búningsklefanum og á vellinum. Hann kemur með jákvæðan anda inn í hópinn og gerir mikið fyrir okkur." „Hann vill spila þar til hann verður fertugur og ég tel hann því eiga mörg góð ár eftir í boltanum," sagði Moreno landsliðsþjálfari Spánar um Ramos.
Spánverjar mæta Noregi og Svíþjóð í komandi landsleikjahléi.
|