þri 08.okt 2019
Rakel Hönnudóttir í 100 leikja klúbbinn
Rakel Hönnudóttir er að spila 100. landsleikinn í kvöld
Íslenska landsliðskonan Rakel Hönnudóttir var að koma inná gegn Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins. Þetta er 100. landsleikur hennar.

Rakel, sem er fædd árið 1988, lék fyrsta landsleik sinn gegn Póllandi á Algarve-mótinu fyrir ellefu árum síðan.

Hún var rétt í þessu að koma inná sem varamaður gegn Lettlandi en staðan er 4-0 fyrir íslenska liðinu.

Þetta var 100. landsleikur hennar og er hún tíunda konan sem nær þessum merka áfanga. Rakel hefur gert 9 mörk fyrir A-landsliðið.

Katrín Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Fanndísd Friðriksdóttir og Edda Garðarsdóttir hafa allar spilað yfir hundrað landsleiki fyrir hönd íslenska landsliðsins.