sun 13.okt 2019
Svíþjóð: Rosengård náði að koma í veg fyrir fyrsta tapið síðan í maí
Glódís Perla Viggósdóttir.
Rosengård náði að koma í veg fyrir sitt fyrsta tap í sænsku úrvalsdeildinni síðan 11. maí með frábærum lokaspretti gegn Linköping.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði leikinn í vörn Rosengård og hjá Linköping var Anna Rakel Pétursdóttir í byrjunarliðinu.

Bæði lið skoruðu undir lok fyrri hálfleiks, Linköping komst yfir en Rosengard jafnaði, og var staðan 1-1 í hálfleik. Linköping byrjaði vel í seinni hálfleiknum og komst í 2-1 á 49. mínútu.

Á 73. mínútu varð staðan 3-1, en Rosengård minnkaði muninn 10 mínútum síðar. Á 88. mínútu jafnaði svo Rosengård og lokatölur 3-3 eftir tvö mörk frá Rosengård á síðustu 10 mínútunum.

Rosengård er á toppi deildarinnar í Svíþjóð með sex stiga forystu. Linköping er í sjötta sæti með 30 stig, 15 stigum minna en Rosengård.

Kristianstad tapaði fyrr í dag 2-0 gegn Vittsjö á útivelli. Vittsjö skoraði bæði mörk sín á síðustu 10 mínútum venjulegs leiktíma.

Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Kristianstad. Sif fór af velli snemma í síðari hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad, sem er í fjórða sæti. Vittsjö er í þriðja sæti.