mán 21.okt 2019
Ítalía í dag - Nær Brescia að stöðva sigurgöngu Fiorentina?
Hvað gera Tonali og félagar í Brescia í kvöld?
Í kvöld verður lokaleikur áttundu umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar, Seríu A, spilaður.

Nýliðar Brescia eru á heimavelli og fá Fiorentina í heimsókn.

Fiorentina hefur verið á góðu skriði og unnið síðustu þrjá leiki sína. Liðið er núna með 11 stig um miðja deild. Brescia hefur leikið leik minna en Fiorentina og er í neðri hlutanum með sex stig.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

mánudagur 21. október
18:45 Brescia - Fiorentina (Stöð 2 Sport)