fös 01.nóv 2019
Sveinn Aron byrjaği - Diego enn utan hóps
Mynd: Getty Images

Sveinn Aron Guğjohnsen var í byrjunarliği Spezia er liğiğ fékk Chievo í heimsókn í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Sveinn Aron fékk ekki tækifæri í deildinni fyrr en eftir síğasta landsleikjahlé. Hann kom şá inn af bekknum 1-0 undir á útivelli gegn Pescara og sneri leiknum viğ meğ marki og stoğsendingu.

Hann byrjaği svo í 2-0 sigri gegn Juve Stabia en var hvíldur í síğasta leik sem var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Empoli. Í kvöld tókst honum ekki ağ skora frekar en öğrum leikmönnum Spezia enda lauk leiknum meğ markalausu jafntefli.

Spezia byrjaği tímabiliğ hrikalega en er komiğ úr fallsæti, meğ 12 stig eftir 11 umferğir.

Spezia 0 - 0 Chievo

Í spænsku B-deildinni er Diego Jóhannesson Pando áfram utan hóps hjá Real Oviedo.

Hann virğist ekki vera í áformum şjálfarans en gengi liğsins hefur ekki veriğ gott á leiktíğinni. Oviedo er ağeins meğ 14 stig eftir 14 umferğir, einu stigi fyrir ofan fallsvæğiğ.

Diego var fastamağur í byrjunarliğinu síğustu tvö tímabil en hefur ağeins spilağ fimm leiki í haust. Hann kom viğ sögu í fimm af fyrstu sex leikjum tímabilsins og hefur ekik veriğ í hóp síğan Oviedo gerği 1-1 jafntefli viğ Extremadura 19. september.

Í kvöld gerği Oviedo markalaust jafntefli viğ Almeria.

Real Oviedo 0 - 0 Almeria