lau 02.nóv 2019
Spánn: Diego Costa klúðraði vítaspyrnu gegn Sevilla
Sevilla 1 - 1 Atletico Madrid
1-0 Franco Vazquez ('28)
1-1 Alvaro Morata ('60)
1-1 Diego Costa, misnotað víti ('72)

Sevilla tók á móti Atletico Madrid í spænsku toppbaráttunni í dag og komst yfir með skallamarki frá Franco Vazquez á 28. mínútu.

Leikurinn var tíðindalítill og einkenndist af gífurlega mikilli baráttu. Heimamenn héldu forystunni þar til á 60. mínútu þegar Alvaro Morata skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Santiago Arias.

Tólf mínútum síðar fengu gestirnir frá Madríd vítaspyrnu en Diego Costa lét verja frá sér.

Meira var ekki skorað og lokatölur urðu 1-1. Liðin eru jöfn á stigum í þriðja til fimmta sæti deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða.