sun 10.nóv 2019
[email protected]
Klopp við myndatökumann: Ég er ekki trúður
Eftir 3-1 sigurinn á Manchester City í kvöld fór Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, til stuðningsmanna og klappaði fyrir þeim - eins og hann gerir vanalega.
Myndatökumaður frá Sky Sports fylgdi honum og bað hann svo um að fagna meira. Klopp brást ekki vel við ósk myndatökumannsins.
„Ekki á meðan þú ert hérna... ég er ekki trúður," sagði þýski knattspyrnustjórinn.
Myndband af þessu má sjá hérna.
|