fim 14.nóv 2019
Henry tekur viđ Montreal Impact (Stađfest)
Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og franska landsliđsins, hefur veriđ ráđinn ţjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni.

Hinn 42 ára gamli Henry skrifađi undir tveggja ára samning hjá félaginu.

Henry gekk illa sem ţjálfari Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni á síđasta tímabili en hann vann einungis fjóra af tuttugu leikjum sínum í starfi og var einungis ţrjá og hálfan mánuđ í starfi.

Henry var ađstođarţjálfari belgíska landsliđsins frá 2016 til 2018 áđur en hann tók viđ Mónakó.

Montreal Impact komst ekki í umspil í MLS-deildinni á nýliđnu tímabili en á međal leikmanna liđsins eru Bacary Sagna, fyrrum varnarmađur Arsenal og Manchester City, sem og Bojan Krkic, fyrrum framherji Barcelona.