sun 24.nóv 2019
Fyrsta mark Böðvars - Roselaare gerði jafntefli á útivelli
Böðvar á landsliðsæfingu.
Arnar Grétarsson.
Mynd: NordicPhotos

Bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjaði sinn fimmta leik á tímabilinu hjá Jagiellonia Bialystok gegn Arka Gdynia í dag.

Jagiellonia komst í forystu á 66. mínútu og 84. mínútu kom annað markið. Hann gerði þá á vörnina og átti skot sem fór í varnarmann og yfir markvörðinn.

Þetta er hans fyrsta mark fyrir Jagiellonia, en hann kom til félagsins frá FH í janúar á síðasta ári.

Jagiellonia er í sjöunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.

Roselaare gerði jafntefli á útivelli
Í belgísku B-deildinni stýrði Arnar Grétarsson liði KSV Roselaare í jafntefli á útivelli gegn Excelsior Virton.

Roselaare er á botni deildarinnar með 12 stig. Belgísku B-deildinni er skipt í tvo hluta, fyrstu 14 leikirnir og seinni 14 leikirnir. Sigurvegarar beggja hlutanna spila svo innbyrðis um að fara upp.

Í seinni hluta deildarinnar er Roselaare með eitt stig í næst neðsta sæti. Í heildartöflunni er Roselaare á botni deildarinnar.