fös 29.nóv 2019
Æfingaleikir: ÍA og Leiknir með þægilega sigra
ÍA vann HK.
Kvennalið ÍA vann öruggan sigur á HK í æfingaleik í Akraneshöllinni í kvöld.

„Stelpurnar sýndu góðan leik og hreinlega sundurspiluðu gestina," segir á Facebook-síðu ÍA, en Skagaliðið, sem spilar í Inkasso-deildinni, hefur unnið báða æfingaleiki sína til þessa.

HK og Víkingur slitu samstarfi eftir síðasta tímabil. HK mun leika í 2. deild á næsta tímabili.

Þá vann Leiknir R. 4-0 sigur gegn Hamri í vikunni. Hamar frá Hveragerði er nýbyrjað með meistaraflokk kvenna og er því í sömu sporum og Leiknir var fyrir ári síðan. Leikið var á gervigrasvelli Leiknis.

ÍA 6 - 1 HK
Mörk ÍA: Bryndís Rún Þórólfsdóttir, María Björk Ómarsdóttir, Selma Dögg Þorsteinsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Klara Kristvinsdóttir, Erla Krítas Jóhannesdóttir.

Leiknir R. 4 - 0 Hamar
Mörk Leiknis: Bryndís Gréta Björgvinsdóttir 2, Oliwia Bucko og Berglind Birta Jónsdóttir.