mið 04.des 2019
Æfingaleikir: Grótta lagði FH
Tinna Jónsdóttir.
FH tók á móti Gróttu í Skessunni á laugardaginn í æfingaleik í meistaraflokki kvenna. Hafnfirðingar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deildinni síðasta haust á meðan Grótta komst upp í Inkasso-deildina.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Gróttukonur nýttu þó færin betur og höfðu 2-0 forystu í leikhléi eftir tvö mörk frá Tinnu Jónsdóttur. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 2-2 á fyrstu 15 mínútunum. Það var hins vegar Grótta sem gerði sigurmarkið, gegn gangi leiksins, en hin 15 ára gamla Rakel Lóa Brynjarsdóttir skoraði.

Björninn og Árborg sem spila í 4. deild karla gerðu 2-2 jafntefli í æfingaleik í Egilshöll um helgina.

FH 2 - 3 Grótta
0-1 Tinna Jónsdóttir (’12)
0-2 Tinna Jónsdóttir (’35)
1-2 Nótt Jónsdóttir (’52)
2-2 Margrét Sif Magnúsdóttir (’59)
2-3 Rakel Lóa Brynjarsdóttir (’68)

Björninn 2 - 2 Árborg
1-0 Guðbjörn Sæmundsson (víti)
2-0 Sigurður Sigurðsson
2-1 Árni Páll Hafþórsson
2-2 Guðmundur Garðar Sigfússon