miđ 04.des 2019
Sjáđu sameiginlegan fána Liverpool og Everton
Liverpool tekur á móti Everton í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag og ćtla stuđningsmenn ađ mćta međ fána til stuđnings ţeirra sem misstu ástvini í Hillsborough harmleiknum ógurlega í apríl 1989.

Hugmyndin er ađ halda fánanum yfir lögregluborđanum sem ađskilur stuđningsmannasvćđi Liverpool og Everton til ađ sýna samheldnina í borginni. Tvö félög, ein borg.

Fólk um allan heim, og ţá sérstaklega í Liverpool, er ósátt međ hvernig Hillsborough máliđ hefur veriđ höndlađ. Stuđningsmönnum var kennt um dauđsföllin á sínum tíma en Liverpool-búar telja ađ sökin liggi hjá lögreglunni.

Fyrir rúmum tveimur árum voru 6 menn innan lögreglunnar kćrđir fyrir sinn ţátt í harmleiknum, međal annars David Duckenfield fyrrum yfirmađur lögreglunnar í Suđur-Jórvíkurskíri. Duckenfield hafđi yfirumsjón međ löggćslu í kringum leikinn og var kćrđur fyrir manndráp af gáleysi.

Hinn 75 ára gamli Duckenfield var sýknađur fyrir nokkrum dögum, í lok nóvember, og hefur sá dómur ekki fariđ vel í borgarbúa. Ţess vegna hafa ţeir ákveđiđ ađ mćta međ sameiginlegan fána.