lau 07.des 2019
Íslands- og bikarmeistari sendir frá sér plötu
Egill Jónsson í leik međ KR á sínum tíma.
Egill í leik međ Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Egill Jónsson, fyrrverandi leikmađur KR og Víkings Ó. í efstu deild, sendi á dögunum frá sér plötuna Nćtur sem annar helmingur tvíeykisins LŘV & LJÓN. Hinn helmingur ţess er Einar Lövdahl sem skráđi bókina Aron – sagan mín, ćvisögu landsliđsfyrirliđans Arons Einars Gunnarssonar sem kom út fyrir síđustu jól.

Platan er komin á Spotify og hana má nálgast hér.

Egill, sem á ađ baki 119 meistaraflokksleiki međ KR, Víkingi Ó. og Selfossi, fagnađi tvennunni međ KR 2011 og bikarmeistaratitli 2014. Tveir fyrrum liđsfélagar hans úr KR, ţeir Atli Sigurjónsson og Skúli Jón Friđgeirsson, fóru fögrum orđum um plötuna á Twitter í vikunni og er ţví ekki annađ ađ sjá en ađ KR-ingar standi saman allir sem einn, eins og segir í laginu ódauđlega. Í dag leikur Egill međ Värtans IF í Stokkhólmi ţar sem hann stundar framhaldsnám samhliđa tónlistinni. Á nýafstöđnu tímabili bćtti hann fleiri verđlaunum í safniđ ţegar Värtans IF vann Stockholm Cup, deildabikar félaganna í Stokkhólmi, auk ţess sem Egill var kjörinn leikmađur ársins.