mið 11.des 2019
Myndband: Coman líklega alvarlega meiddur
Staðan í leik Bayern Munchen og Tottenham er 2-1 í hálfleik en úrslitin skipta minna máli, bæði liðin eru komin áfram. Ryan Sessegnon, Thomas Muller og Kingsley Coman skoruðu mörk fyrri hálfleiksins.

Kingsley Coman þurfti að yfirgefa völlinn á 27. mínútu gegn Tottenham í Meistaradeildinni.

Á 14. mínútu skoraði hann fyrsta mark leiksins en rúmum tíu mínútum seinna meiddist hann, að öllum líkindum, illa.

Coman skaust einhvern veginn upp frá grasinu og líkur eru á því að hann hafi slitið eitthvað. Varað er við myndbandinu.