fös 13.des 2019
Skráning hafin í geoSilica mót Keflavíkur
Kvennaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyrir yngri flokka móti í febrúar, geoSilica mótinu. Leikið verður í 5., 6. og 7. flokki kvenna og fer mótið fram í Reykjaneshöll laugardaginn 15. febrúar.

Þetta er fimmta árið í röð sem kvennaráð stendur fyrir kvennamóti í febrúar.

Venjulega fyllist fljótt í mótin hjá okkur og því er rétt að bregðast skjótt við með skráningar.

Hér að neðan eru frekari upplýsingar um mótin.

Frekari upplýsingar um mótin er að finna á heimasíðu Keflavíkur

Auk þess má finna alla upplýsingar á facebook síðu mótsins

Mótsstjóri er Gunnar Magnús Jónsson