fös 13.des 2019
England um helgina - Arsenal mćtir City á svakalegum sunnudegi
Mynd: NordicPhotos

Ţađ styttist í jólabrjálćđiđ í enska boltanum og fer sautjánda umferđ deildartímabilsins fram um helgina. Í vikunni verđur svo keppt í 8-liđa úrslitum deildabikarsins og eftir ţađ verđur ekkert lát á úrvalsdeildarleikjum ţar til í janúar.

Helgin hefst á Anfield ţar sem toppliđ Liverpool tekur á móti botnliđi Watford. Ţetta verđur fyrsti leikur Nigel Pearson viđ stjórnvölinn hjá Watford en Anfield er líklega ekki besti stađurinn til ađ byrja í nýju starfi sem knattspyrnustjóri á útivelli.

Liverpool er međ átta stiga forystu á toppinum. Leicester er í öđru sćti og tekur á móti nýliđum Norwich á sama tíma og Chelsea fćr Bournemouth í heimsókn. Viđureign Chelsea verđur sýnd beint í Sjónvarpi Símans.

Jóhann Berg Guđmundsson er tćpur fyrir heimaleik Burnley gegn Newcastle sem fer fram á sama tíma og nýliđaslagur Sheffield United og Aston Villa. Southampton mćtir svo West Ham í síđasta leik dagsins.

Á sunnudaginn á Manchester United heimaleik gegn Gylfa Ţóri Sigurđssyni og félögum í Everton. Ţađ verđur áhugaverđ viđureign ţar sem Everton spilar sinn annan leik undir stjórn Duncan Ferguson, en fyrsta leiknum lauk međ óvćntum en verđskulduđum 3-1 sigri gegn Chelsea.

Á sama tíma tekur Wolves á móti Tottenham í gríđarlega áhugaverđri viđureign, sem stenst ţó ekki samanburđ viđ lokaleik helgarinnar.

Arsenal tekur ţar á móti Englandsmeisturum Manchester City sem mćta eflaust grimmir til leiks og hungrađir í sigur eftir tap á heimavelli gegn nágrönnum sínum í Man Utd um síđustu helgi.

Crystal Palace og Brighton eigast viđ í síđasta leik umferđarinnar sem fer fram á mánudagskvöldiđ.

Laugardagur:
12:30 Liverpool - Watford (Síminn Sport)
15:00 Chelsea - Bournemouth (Sjónvarp Símans)
15:00 Leicester - Norwich
15:00 Burnley - Newcastle
15:00 Sheffield Utd - Aston Villa
17:30 Southampton - West Ham (Síminn Sport)

Sunnudagur:
14:00 Man Utd - Everton (Síminn Sport)
14:00 Wolves - Tottenham
16:30 Arsenal - Man City (Síminn Sport)

Mánudagur:
19:45 Crystal Palace - Brighton (Síminn Sport)