fös 13.des 2019
Inter, Juve, Man Utd og Arsenal öll á eftir sćnskum miđjumanni
Inter Milan, Arsenal og Manchester United eru öll sögđ á eftir sćnska miđjumanninum Dejan Kulusevski.

Kulusevski er á mála hjá Atalanta en leikur á láni hjá Parma. Hann er einungis nítján ára gamall en hann hefur heillađ áhorfendur ítölsku Seria A á leiktíđinni. Hann hefur spilađ ţrettán leiki fyrir Parma á leiktíđinni og skorađ ţrjú mörk.

The Mirror segir ítölsku félögin Inter og Juventus fylgjast náiđ međ miđjumanninum sem talinn er kosta ríflega 40 milljónir punda.

Samkvćmt heimildum Corriere della Sera hefur Inter náđ samkomulagi viđ Atalanta um kaup á miđjumanninum en Atalanta yrđi ţá ađ sannfćra Parma um ađ stytta lánssamninginn. Inter er sagt ţurfa ađ borga 35 milljónir evra fyrir Kulusevski.