lau 14.des 2019
England: Haller hetja West Ham gegn Southampton
Haller fagnar marki sķnu įsamt Snodgrass.
Southampton 0 - 1 West Ham
0-1 Sebastian Haller ('37 )

Žaš mį segja aš lokaleikur dagsins ķ ensku śrvalsdeildinni hafi veriš fallbarįttuslagur, žar męttust Southampton sem sat fyrir leikinn ķ 18. sęti meš 15 stig og West Ham sem var meš 16 stig einu stigi frį fallsęti.

Strax ķ upphafi leiks fór boltinn ķ net Southampton manna en markiš var dęmt af vegna rangstöšu.

Į 37. mķnśtu dró til tķšinda en žį skoraši Sebastian Haller fyrir West Ham, stöngin inn eftir laglegt spil. Stašan 0-1 fyrir gestunum ķ hįlfleik.

Michail Antonio skoraši annaš mark West Ham ķ upphafi seinni hįlfleiks en eftir aš markiš var skošaš ķ VAR kom ķ ljós aš boltinn hafši fariš ķ höndina į Antonio ķ ašdraganda marksins og žvķ var markiš dęmt af.

Ekki fór boltinn aftur ķ netiš og 0-1 sigur West Ham stašreynd, žeir eru ķ 15. sęti eftir sigurinn meš 19 stig. Southampton situr įfram ķ 18. sęti meš 15 stig.