sun 19.jan 2020
Byrjunarlið Íslands: Óskar Sverrisson byrjar
Óskar Sverrisson.
Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn El Salvador sem hefst á miðnætti. Leikurinn fer fram Dignity Health Sports Park í Carson, Kalíforníu.

Frá 1-0 sigrinum gegn Kanada gera landsliðsþjálfararnir átta breytingar. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Óskar Sverrisson, 27 ára gamall Häcken, leikur sinn fyrsta landsleik. Hann er uppalinn í Svíþjóð og ekki þekkt nafn hér á landi.

Hann og Ari Leifsson, leikmaður Fylkis, eru báðir í byrjunarliðinu að leika sinn fyrsta landsleik.

Hér að neðan má skoða liðið.

Byrjunarlið Íslands:
1. Hannes Þór Halldórsson
2. Birkir Már Sævarsson
8. Bjarni Mark Antonsson
11. Kjartan Henry Finnbogason
14. Kári Árnason (f)
16. Óskar Sverrisson
17. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
20. Kristján Flóki Finnbogason
21. Óttar Magnús Karlsson
23. Ari Leifsson

Varamenn: 3. Davíð Kristján Ólafsson, 4. Alex Þór Hauksson, 5. Hólmar Örn Eyjólfsson, 6. Daníel Leó Grétarsson, 7. Mikael Neville Anderson, 9. Kolbeinn Sigþórsson, 10. Aron Elís Þrándarson, 12. Elías Rafn Ólafsson, 13. Patrik Sigurður Gunnarsson, 15. Alfons Sampsted, 19. Viðar Örn Kjartansson, 22. Höskuldur Gunnlaugsson.