sun 22.mar 2020
Maðurinn sem fann upp á vítaspyrnukeppninni látinn
Knattspyrnusamband Ísrael tilkynnti það fyrr í dag að Yosef Dagan, sá sem fann upp á vítaspyrnukeppninni, væri látinn - 93 að aldri.

Á Ólympíuleikunum 1968 sló Búlgaría lið Ísrael úr leik, en eftir jafnan leik réðust úrslitin á hlutkesti.

Yossi, eins og hann var kallaður, var þá í stjórn knattspyrnusambands Ísrael fékk þá hugdettu að útkljá úrslit með vítaspyrnukeppni í stað hlutkesti. Hann sendi inn hugmynd sína til FIFA og árið 1970 var vítaspyrnukeppnin hluti af reglubókinni.

Á Englandi átti fyrsta vítaspyrnukeppnin sér stað í leik Manchester United og Hull í Watney bikarnum. Manchester United vann vítaspyrnunakeppnina og var það George Best sem tók fyrstu vítaspyrnuna í keppninni.

Vítaspyrnukeppnir eru eins og allir fótboltaaðdáendur vita enn í notkun í útsláttarkeppnum um allan heim.