fös 29.maí 2020
Munu færa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Istanbúl
UEFA stefnir á að klára Meistaradeild Evrópu í ágúst en úrslitaleikurinn átti upprunalega að fara fram í Istanbúl, Tyrklandi, 30. maí.

Nú lítur út fyrir að breytt verði staðsetningu úrslitaleiksins vegna efnahagsáhrifa Covid-19.

Úrslitaleikurinn mun fara fram fyrir luktum dyrum og telur UEFA of kostnaðarsamt að láta leikinn fara fram í Tyrklandi.

Mikið einfaldara og ódýrara væri að spila úrslitaleikinn á meginlandi Evrópu og hefur Lisbon, höfuðborg Portúgal, verið nefnd til sögunnar.

New York Times greinir frá þessu og bætir við að Istanbúl fær að hýsa úrslitaleikinn í nánustu framtíð, þegar ekki þarf að spila fyrir luktum dyrum.