mán 01.jún 2020
Æfingaleikir: KR í basli gegn Keflavík - Afturelding jafnaði í uppbótartíma
KR 1 -1 Keflavík
1-0 Ægir Jarl Jónasson ('40)
1-1 Adam Ægir Pálsson ('55)
Rautt spjald: Finnur Tómas Pálmason, KR ('37)

KR og Keflavík áttust við í æfingaleik í Vesturbænum. Finnur Tómas Pálmason fékk beint rautt spjald fyrir að grýta Adami Ægi Pálssyni í jörðina eftir 37 mínútna leik. Finnur var pirraður eftir að hafa fengið á sig aukaspyrnu.

KR-ingar fengu annan mann inn í staðinn og var haldið áfram leik 11 gegn 11.

Skömmu síðar kom Ægir Jarl Jónasson heimamönnum yfir og leiddi KR í leikhlé.

Adam Ægir jafnaði fyrir Keflavík snemma í síðari hálfleik og var kraftur í gestunum sem leikja í Lengjudeildinni í sumar. Íslandsmeistarar KR eru ekki sannfærandi eftir Covid pásuna en þeir töpuðu sannfærandi fyrir Stjörnunni á dögunum.

Afturelding 2 - 2 Njarðvík
1-0 Andri Freyr Jónasson ('14)
1-1 Atli Freyr Ottesen ('45, víti)
1-2 Markaskorara vantar ('58)
2-2 Alejandro Zambrano ('92, víti)

Í Mosfellsbæ átti Afturelding leik við Njarðvík og komust heimamenn yfir með marki frá Andra Frey Jónassyni snemma leiks.

Atli Freyr Ottesen jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé og komust Njarðvíkingar yfir eftir leikhlé.

Gestirnir leiddu allt þar til í uppbótartíma þegar Alejandro Zambrano steig á punktinn og jafnaði fyrir heimamenn.

Afturelding leikur í Lengjudeildinni á meðan Njarðvík er í 2. deild eftir fall í fyrra.