mán 01.jún 2020
Æfingaleikur: Aníta Lind með sigurmarkið gegn FH
Aníta Lind er með öflugan vinstri fót.
FH 0 - 1 Keflavík
0-1 Aníta Lind Daníelsdóttir ('10)

FH tók á móti Keflavík í æfingaleik í meistaraflokki kvenna og skoraði Aníta Lind Daníelsdóttir strax á tíundu mínútu.

Leikurinn var jafn og var hörð barátta um allan völl en hvorugu liði tókst að bæta við marki.

FH leikur í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir að hafa komist upp í fyrra. Keflavík féll hins vegar úr Pepsi Max og stefnir á að fara beint aftur upp.