miđ 03.jún 2020
Jorge Jesus framlengir viđ Flamengo - Sjöundi besti ţjálfari heims
Brasilíska félagiđ Flamengo er búiđ ađ framlengja samning ţjálfarans Jorge Jesus um eitt ár.

Jesus er langlaunahćsti ţjálfari brasilíska boltans og fćr hann í kringum fjórar milljónir evra í árslaun fyrir bónusgreiđslur.

Globo Esporte greinir frá ţví ađ í samningnum sé sérstakt ákvćđi sem geri Jesus kleift, ef tćkifćri býđst, ađ taka viđ félagi í Evrópu fyrir ákveđna upphćđ.

Jesus hefur gert frábćra hluti međ Flamengo og vann bćđi brasilísku deildina og suđur-amerísku Meistaradeildina (Libertadores) á sínu fyrsta ári. Ţá rétt tapađi Flamengo fyrir Liverpool í úrslitaleik HM félagsliđa síđasta desember.

Jesus gerđi garđinn frćgan í portúgalska boltanum og vann titla viđ stjórnvölinn hjá Benfica, Braga og Sporting CP áđur en hann tók viđ Al-Hilal í Sádí-Arabíu.

Portúgalski ţjálfarinn er 65 ára gamall og sagđur vera nćstefstur, eftir Mauricio Pochettino, á óskalista Newcastle ef eigendaskiptin umtöluđu ganga í gegn.

Jesus hefur ţrisvar sinnum veriđ valinn besti ţjálfari portúgölsku deildarinnar og er í sjöunda sćti á lista IFFHS yfir bestu ţjálfara heims.