fös 05.jún 2020
Líklegt byrjunarliđ Gróttu í sumar
Arnar Ţór Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Óliver Dagur Thorlacius
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Fótbolti.net spáir Gróttu 11. sćti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Grótta spilar í fyrsta skipti á međal ţeirra bestu í sumar.

Fótbolti.net rýnir í dag í mögulegt byrjunarliđ Gróttu í sumar.

Markvörđurinn efnilegi Hákon Rafn Valdimarsson stendur á milli stanganna en Jón Ívan Rivine er varamarkvörđur Gróttu.

Ágúst Gylfason, ţjálfari Gróttu, hefur í vetur breytt yfir í fjögurra manna vörn eftir ađ liđiđ spilađi međ ţriggja manna vörn í fyrra. Ástbjörn Ţórđarson kom aftur til Gróttu á láni frá KR á dögunum og hann verđur hćgri bakvörđur en hinn ungi Patrik Orri Pétursson hefur einnig spilađ ţar í vetur. Kristófer Melsteđ og Bjarki Leósson berjast um stöđuna vinstra megin.

Hinn hávaxni Arnar Ţór Helgason verđur lykilmađur í hjarta varnarinnar og viđ hliđ hans verđur Halldór Kristján Baldursson en ţeir spiluđu báđir stórt hlutverk í liđi Gróttu ţegar liđiđ fór upp í 1. deildinni í fyrra. Dagur Guđjónsson kemur einnig til greina í stöđurnar í vörninni.

Á miđjunni er töluverđ samkeppni. Óliver Dagur Thorlacius og Óskar Jónsson eru líklegir til ađ byrja en Valtýr Már Michaelsson, Gunnar Jónas Hauksson og Júlí Karlsson geta einnig spilađ ţar. Sigurvin Reynisson, fyrirliđi Gróttu, hefur veriđ frá keppni í allan vetur en hann kemur líklega inn á miđjuna ţegar hann verđur klár. Fremst á miđjunni er Kristófer Orri Pétursson.

Á vinstri kantinum er Axel Freyr Harđarson sem er spennandi leikmađur. Hćgra megin keppast Axel Sigurđarson og Karl Friđleifur Gunnarsson um stöđuna en hann kom á láni frá Breiđabliki á dögunum.

Pétur Theodór Árnason leiđir sóknarlínuna en hann var mjög öflugur í fyrra. Ágúst Freyr Hallsson kom frá ÍR í vetur og hann á ađ veita samkeppni í fremstu víglínu ásamt Sölva Björnssyni sem var hjá Gróttu í fyrra.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sćti - Grótta