fim 11.jún 2020[email protected] Heimavöllurinn - Fyrirpartý fyrir Maxið
Baldvin Már og Halla Margrét mæta í fyrirpartýið
Keppni í Pepsi Max deildinni hefst annað kvöld og í dag höldum við fyrirpartý á Heimavellinum. Þau Baldvin Már Borgarsson og Halla Margrét Hinriksdóttir kíkja í heimsókn og fara yfir allt það helsta með Mist Rúnarsdóttur.
Gestirnir velta fyrir sér hvernig mótið mun spilast og spá og spekúlera í fyrstu umferðina. Er Selfoss með bestu erlendu leikmennina í sumar? Hverjar eru líklegastar til að verða marka- og stoðsendingahæstar? Hvaða leikmann áttu að kaupa í Fantasy liðið þitt? Hvaða lið verður spútniklið og hvaða lið veldur vonbrigðum? Hvaða nýju andlitum á fólk að fylgjast með og hvaða þjálfarar og leikmenn koma til með að búa til fyrirsagnirnar í sumar? Þetta og ýmislegt fleira í síðasta þætti fyrir mót.
Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Origo:
Hlustaðu hér að ofan eða í gegnum hlaðvarpsveituna þína!