mán 29.jún 2020
Byrjunarlið Fylkis og Gróttu: Arnór Borg byrjar fremstur hjá Fylki
Arnór byrjar hjá Fylki.
Fylkir og Grótta mætast á Würth vellinum og hefst leikurinn klukkan 19:15. Um að er að ræða 2 stigalausu lið deildarinnar og um er að ræða algjöran 6 stiga leik strax í 3. umferð

Arnór Borg Guðjohnsen byrjar fremstur hjá Fylki í kvöld. Alls gera Fylkis menn tvær breytingar frá tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Arnór og Nikulás Val Gunnarsson koma inn í liðið fyrir Sam Hewson og Hákon Inga Jónsson.

Grótta gerir þrjár breytingar á sínu liði fá 0-3 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Arnar Þór Helgason snýr aftur eftir leikbann og þeir Bjarki Leósson og Patrik Orri Pétursson koma einnig inn í liðið. Út fara þeir Óskar Jónsson, Kristófer Melstad og Halldór Kristján Baldursson.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
24. Djair Parfitt-Williams
28. Helgi Valur Daníelsson (f)

Byrjunarlið Gróttu:

1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason
9. Axel Sigurðarson
10. Kristófer Orri Pétursson
19. Axel Freyr Harðarson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.