lau 04.júl 2020
Hólmbert Aron skorađi tvö en ţađ var ekki nóg
Hólmbert gerđi tvö.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Hólmbert Aron Friđjónsson skorađi tvennu fyrir Álasund er liđiđ gerđi svekkjandi jafntefli viđ Valerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hólmbert kom Álasundi í 2-0 međ tveimur mörkum, og ţađ fyrra eftir stođsendingu hjá Davíđ Kristjáni Ólafssyni, en liđiđ kastađi svo frá sér forystunni. Lokatölur voru 2-2. Matthías Vilhjálmsson lagđi upp fyrra mark Valerenga.

Davíđ Kristján og Hólmbert léku allan leikinn fyrir Álasund, en Daníel Leó Grétarsson var ekki međ vegna meiđsla. Matthías spilađi allan leikinn fyrir Valerenga í ţessum Íslendingaslag. Álasund er í 15. sćti af 16 liđum međ ţrjú stig eftir sex leiki. Valerenga er í fimmta sćti međ níu stig.

Hólmbert og Matthías eru á međal markahćstu leikmanna deildarinnar. Hólmbert er búinn ađ skora fjögur mörk og Matthías ţrjú.

Í hinum leik kvöldsins í norsku úrvalsdeildinni gerđu Start og Viking 1-1 jafntefli. Jóhannes Ţór Harđarson er ţjálfari Start, sem er 14. sćti međ ţrjú stig. Axel Óskar Andrésson var allan tímann á bekknum hjá Viking, sem er í 12. sćti međ fimm stig, og Guđmundur Andri Tryggvason var ekki í hóp hjá Start.

Búlgaría:
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Levski Sofia sem tapađi á heimavelli gegn nágrönnum sínum í Slavia Sofia eftir ađ hafa veriđ 1-0 yfir í hálfleik.

Eins og stađan er núna ţá er Levski í öđru sćti og á leiđ í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Danmörk:
Ţađ voru tveir leikir í dönsku úrvalsdeildinni. Eggert Gunnţór Jónsson lék allan leikinn í Íslendingaslag SönderjyskE og OB. Aron Elís Ţrándarson var ekki međ í leiknum sem endađi 1-1. SönderjyskE mun spila í Evrópudeildinni á nćstu leiktíđ eftir ađ hafa unniđ bikarinn og er OB búiđ ađ vinna fallriđil 1. OB á ţví möguleika á ađ taka ţátt í umspilsleik um sćti í Evrópukeppni á nćstu leiktíđ.

Silkeborg, sem falliđ er úr dönsku deildinni, vann 2-0 sigur á Frederik Schram og félögum í Lyngby. Frederik er varamarkvörđur Lyngby sem mun fara í umspil um ađ halda sćti sínu í deildinni.

Grikkland:
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir PAOK gegn OFI Crete. Leikurinn endađi međ 2-2 jafntefli og misstu bćđi liđ mann af velli međ rautt spjald í síđari hálfleiknum.

Sverrir og félagar í PAOK eru í öđru sćti grísku úrvalsdeildarinnar. Olympiakos er búiđ ađ tryggja sér meistaratitilinn.

Viđar og Andri komu inn á - Willum spilađi ekki
Viđar Örn Kjartansson kom inn á sem varamađur ţegar stundarfjórđungur var eftir í leik Yeni Malatyaspor og Genclerbirligi í tyrknesku úrvalsdeildinni. Leikurinn endađi markalaus, en Viđar og félagar eru eini stigi frá fallsvćđinu.

Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamađur á 81. mínútu í 1-0 sigri Kaiserslautern á Bayern II í lokaumferđ ţýsku C-deildarinnar. Bayern II vinnur deildina en má ekki fara upp ţar sem liđiđ er varaliđ Bayern München. Kaiserslautern hafnar í tíunda sćti. Andri átti ekki draumatímabil ţar sem hann var mikiđ í meiđslum og inn og út úr liđinu.

Ţá var Willum Ţór Willumsson ekki í leikmannahópi BATE Borisov sem tapađi óvćnt gegn Energetik-BGU á heimavelli í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. BATE er áfram á toppi deildarinnar ţrátt fyrir tapiđ.