lau 04.júl 2020
Kristján Flóki viđurkennir ađ hafa fariđ auđveldlega niđur
Kristján Flóki Finnbogason í leiknum í kvöld.
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmađur KR, viđurkenndi í samtali viđ Stöđ 2 Sport eftir 2-0 sigur gegn Víkingum ađ hann hefđi látiđ sig falla heldur til auđveldlega ţegar Kári Árnason, varnarmađur Víkings, fékk rauđa spjaldiđ á 25. mínútu.

„Ég nć ađ koma mér fram fyrir hann, mér finnst ég missa boltann frá mér en ég finn hann tosa í mig. Ég fer frekar auđveldlega niđur. Viđ verđum ađ virđa ţađ sem dómarinn gerir," sagđi Kristján Flóki.

Kári fékk beint rautt spjald fyrir vikiđ og voru Víkingar einum fćrri frá 25. mínútu. Ţeir fengu svo tvö rauđ spjöld til viđbótar síđar í leiknum.

Ţorkell Máni Pétursson, sérfrćđingur á Stöđ 2 Sport, segir ađ bćđi sé hćgt ađ hrósa og skamma Kristján Flóka.

„Viđ getum hrósađ honum og skammađ hann. Viđ getum hrósađ honum fyrir ađ segja nákvćmlega eins og er. Hann ćtlađi klárlega ađ gera ţetta," sagđi Máni.