lau 04.júl 2020
Ítalía: Titilbaráttan svo gott sem búin
Milan gerđi Juventus greiđa.
Titilbaráttan í ítölsku úrvalsdeildinni er svo gott sem búin eftir úrslit kvöldsins í deildinni.

Juventus vann fyrr í dag ţćgilegan heimasigur á nágrönnum sínum í Torino og Lazio ţurfti sigur í kvöld gegn AC Milan til ađ halda titilbaráttunni spennandi.

Hún er ekki spennandi lengur ţví AC Milan vann 3-0 sigur gegn Lazio á útivelli. Hakan Calhanoglu og Zlatan Ibrahimovic skoruđu í fyrri hálfleik og bćtti Ante Rebic viđ ţriđja markinu eftir klukkutíma leik.

Vćgast sagt áhugaverđ úrslit, en nú er munurinn sjö stig á Juventus og Lazio ţegar bćđi liđ eiga eftir átta leiki. Ţađ verđur gríđarlega erfitt fyrir Lazio ađ ná Juventus úr ţessu. Milan er í sjötta sćti međ 46 stig.

Í hinum leik kvöldsins vann Sassuolo 4-2 sigur á Lecce. Sassuolo er í níunda sćti og Lecce í 18. sćti, einu stigi frá öruggu sćti.

Sassuolo 4 - 2 Lecce
1-0 Francesco Caputo ('5 )
1-1 Fabio Lucioni ('27 )
2-1 Domenico Berardi ('63 , víti)
2-2 Marco Mancosu ('67 , víti)
3-2 Jeremie Boga ('78 )
4-2 Mert Muldur ('83 )

Lazio 0 - 3 Milan
0-1 Hakan Calhanoglu ('23 )
0-2 Zlatan Ibrahimovic ('34 , víti)
0-3 Ante Rebic ('59 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Fyrsta aukaspyrnumark Ronaldo kom í grannaslagnum