fim 23.júl 2020
Pique með Shakiru á Íslandi eftir erfitt tímabil
Shakira og Pique.
Fótboltamaðurinn Gerard Pique og tónlistarkonan Shakira eru stödd á Íslandi í fríi.

Samkvæmt Mundo Deportivo ferðaðist parið til Íslands í gær. Þessa stundina er auðveldara að ferðast til Íslands en margra annarra landa vegna kórónuveirufaraldursins.

Pique og félagar hans í Barcelona áttu erfitt tímabil heima fyrir. Liðið hafnaði í öðru sæti spænska úrvalsdeildarinnar á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid og var liðið gagnrýnt mjög fyrir frammistöðu sína. Pique hvílir sig núna fyrir átökin í Meistaradeildinni sem kláruð verður í ágúst.

Hjörvar Hafliðason, Dr Football, sagði frá því í hlaðvarpi sínu í dag að íslenskur strákur hefði fengið mynd af sér með Pique í Bláa lóninu.