sun 26.júl 2020
Sveindís Jane spáir í 8. umferđ Lengjudeildarinnar
Sveindís Jane skorađi ţrennu gegn Val í stórleik í Pepsi Max-deildinni í síđustu viku.
Sveindís spáir ţví ađ Suđurnesjaliđin vinni sína leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Ţórhallsson

Óskar Smári Haraldsson fékk tvo rétta ţegar hann spáđi í sjöundu umferđ Lengjudeildar karla.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem hefur veriđ frábćr međ Breiđabliki í byrjun Pepsi Max-deildar kvenna, tók ađ sér ţađ verkefni ađ spá í áttundu umferđ deildarinnar sem hefst í dag.

Magni 1 - 3 Grindavík (14 í dag)
Ţessi leikur verđur lítiđ fyrir augađ, mikil barátta en gćđamunur liđanna mun sjást eftir ţví sem líđur á leikinn. Grindavík mun klára leikinn nokkuđ sannfćrandi 1-3.

Keflavík 2 - 0 Vestri (14 í dag)
Mínir menn í Keflavík rífa sig í gang eftir svekkjandi jafntefli í síđustu umferđ og koma brjálađir í ţennan leik. Ţetta verđur jafn leikur ţar sem bćđi liđ eru međ hörku mannskap en Keflavík setur tvö mörk í seinni hálfleik. Adam Páls skorar eitt og ég vonast til ţess ađ sjá Davíđ skora eitt gullfallegt mark.

Fram 2 - 2 Ţór (16 í dag)
Ţetta er klárlega stćrsti leikur umferđarinnar og ţurfa bćđi liđ ađ ná sér í ţrjú stig ţar sem ţau ćtla bćđi ađ reyna komast upp um deild. Bćđi liđ verđa mjög 'passive' og kemur fyrsta markiđ ekki fyrr en eftir hálftíma leik. Fram mun tvisvar komast yfir í leiknum en Ţór jafnar í bćđi skiptin.

Víkingur Ó. 1 - 1 Leiknir F. (16 í dag)
50/50 leikur ţegar mađur horfir á ţetta fyrirfram. Leiknismenn komast yfir í leiknum međ hjólhestaspyrnu frá Kristófer Páli. Brynjar Atli í markinu mun halda Víkingi inni í leiknum í stöđunni 0-1, en Víkingur jafnar svo seint í leiknum.

ÍBV 3 - 0 Ţróttur R. (18 á morgun)
Auđveldur leikur fyrir Eyjamenn, sem munu stjórna leiknum nánast allan tímann. Gary Martin skorar tvö af mörkum ÍBV.

Afturelding 1 - 2 Leiknir R. (19:15 á morgun)
Afturelding kemst yfir snemma í leiknum međ marki frá Jason Dađa eftir flott einstaklingsframtak. En Leiknismenn rífa sig í gang í seinni hálfleik og taka yfir leikinn og skora tvö mörk. Sćvar Atli og Vuk međ mörkin.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barđdal (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörđur Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)