sun 26.júl 2020
Nuno um Lampard: Erfitt ađ hafa alltaf stjórn á sér
Coady hefur spilađ 232 leiki á fimm árum hjá Wolves. Hann er búinn ađ taka ţátt í 54 leikjum á núverandi keppnistímabili.
Mynd: Getty Images

Nuno Espirito Santo hefur gert frábćra hluti viđ stjórnvölinn hjá Wolves og er liđiđ í harđri baráttu um Evrópudeildarsćti annađ tímabiliđ í röđ.

Úlfarnir mćta Chelsea í lokaumferđ deildartímabilsins og getur sigur tryggt sćti í Evrópudeildinni. Ţar mćtir Espirito Santo kollega sínum Frank Lampard sem er viđ stjórn hjá Chelsea.

Lampard missti stjórn á skapi sínu í 5-3 tapi gegn Liverpool á Anfield í miđri viku og lét blótyrđum rigna yfir Jürgen Klopp.

„Knattspyrna er tilfinningaţrungin íţrótt og ţađ er ekki auđvelt ađ hafa alltaf stjórn á sjálfum sér," sagđi Espirito Santo ţegar hann var spurđur út í atvikiđ á Anfield.

„Okkur hefur tekist vel ađ halda stjórn á tilfinningum okkar undanfarin tímabil en ţađ er alltaf hćgt ađ lćra meira og bćta sig."

Leikurinn á Stamford Bridge er gífurlega mikilvćgur fyrir bćđi liđ ţar sem Chelsea nćgir jafntefli til ađ tryggja sćti sitt í Meistaradeildinni.

Espirito Santo hrósađi fyrirliđa sínum Conor Coady og bakverđinum Matt Doherty undir lok viđtalsins. Coady hefur byrjađ alla deildarleiki Úlfanna annađ tímabiliđ í röđ á međan Doherty mun spila leik númer 300 í treyju Wolves. Ţess má geta ađ Coady byrjađi alla leiki Wolves nema einn í Championship deildinni fyrir tveimur árum.

„Conor er stórkostlegur einstaklingur. Hann er fyrirliđinn okkar og gefur frábćrt fordćmi á hverjum degi. Ađ vera klár í slaginn á hverjum degi ţrjú ár í röđ er ekki einfalt.

„Matt hefur veriđ gríđarlega mikilvćgur fyrir okkur og er ég ánćgđur fyrir hans hönd. Ţegar viđ vorum í Championship spilađi hann sem vinstri bakvörđur til ađ byrja međ en skipti svo yfir á hinn vćnginn og hefur veriđ stórkostlegur ţar."