fim 30.júl 2020
Fyrsti fótboltaleikur Kristjáns Gauta í fimm ár
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson er kominn inn á sem varamađur í leik FH og Ţórs í Mjólkurbikar karla. Er ţađ hans fyrsti fótboltaleikur í sumar og hans fyrsti keppnisleikur síđan 2015.

Smelltu hér til ađ nálgast textalýsingu frá leik FH og Ţórs.

Kristján Gauti kom inn á sem varamađur á 72. mínútu fyrir Guđmann Ţórisson.

Kristján gekk aftur í rađir FH í júní og tók ţá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hćtti óvćnt í fótbolta 23 ára ţegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástćđur voru sagđar liggja ađ baki en hann hefur aldrei tjáđ sig opinberlega um máliđ.

Kristján Gauti var feykilega mikiđ efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool ţar sem hann lék fyrir yngri liđ félagsins.

Hann lék síđast fyrir FH 2014 ţegar hann skorađi fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur veriđ ađ koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann ađ spreyta sig.

Ţetta er hans fyrsti keppnisleikur frá 2015, nánar tiltekiđ 28. ágúst 2015. Ţá kom hann inn á sem varamađur á 61. mínútu 1-0 útisigri NEC gegn Willem II í hollensku úrvalsdeildinni.