fös 31.júl 2020
Zorc um Sancho: Hann kostar 120 milljónir
Sancho kom upp í gegnum akademíu Watford og var fenginn yfir í akademíu Manchester City 2015, ţegar hann var fimmtán ára gamall.
Ţađ hefur veriđ mikil umrćđa í kringum framtíđ Jadon Sancho sem er eftirsóttur af Manchester United.

Sancho hefur gert frábćra hluti međ Borussia Dortmund og vill ţýska félagiđ ekki missa eina helsta vonarstjörnu sína á afsláttarverđi.

Michael Zorc, yfirmađur íţróttamála hjá Dortmund, tjáđi sig um máliđ í gćr og sagđi ađ Sancho vćri ekki til sölu nema fyrir rétt verđ - 120 milljónir evra.

Ţá stađfesti Zorc einnig ađ áhugasöm félög hafa ađeins tíma til 10. ágúst til ađ festa kaup á ungstirninu. Ţann dag hefst ćfingaferđ Dortmund í Sviss.

Sancho er 20 ára gamall kantmađur og hefur skorađ 33 mörk í 87 leikjum á síđustu tveimur tímabilum. Auk ţess hefur hann lagt upp aragrúa af mörkum.