lau 01.ágú 2020
[email protected]
Joey Barton: Verðum að fara aftur í alvöru fótbolta
 |
Joey Barton. |
Joey Barton, stjóri Fleetwood, er búinn að fá sig fullsaddann af VAR myndbandsdómgæslu.
VAR hefur ekki fengið góða dóma í enska boltanum í vetur, og í sumar. Tilgangurinn með VAR er að breyta augljósum mistökum dómara. Það hefur oft á tíðum ekki verið gert og stundum hafa dómar sem ekki eru augljósir verið breytt og til dæmis um það eru handakrikarangstöður.
VAR gerði ekki mikið í úrslitaleik enska bikarsins í kvöld. Mateo Kovacic fékk að líta tvö gul spjöld og var það síðara fáránlegt. Þá vildi Arsenal fá rauða spjaldið á Cesar Azpilicueta í fyrri hálfleik og stuðningsmenn Chelsea aukaspyrnu á Emiliano Martinez, markvörð Arsenal, þegar hann virtist grípa boltann utan teigs seint í leiknum.
Barton, sem var grjótharður miðjumaður á sínum leikmannaferli, er búinn að fá nóg af VAR og segir að kerfið eigi að hverfa.
„Við verðum að fara aftur í alvöru fótbolta. Harðan en sanngjarnan. Þetta VAR er bull. Þessir dómarar í Stockley Park verða að fara. Það er búið að reyna þetta og það mistókst," skrifar Barton á Twitter.
|